Í járnsmiðju okkar eru framleiddar sérsmíðaðar festingar fyrir sorpílát sem eru hannaðar með íslenskt veðurfar í huga. Festingarnar eru heitgalvaniseraðar til að tryggja gæði og endingu.  Festingarnar eru annarsvegar fyrir heimilissorptunnur og hinsvegar fyrir sorpkör á hjólum sem meira eru notuð af fyrirtækjum.

Tunnufestingarnar eru framleiddar í tveim stærðum, 31 cm langar eða 35 cm.  Málið er miðað við lengdina út fyrir tunnukrókana.  Festingar fyrir stærri körin eru í einni stærð sem passar fyrir bæði 660 l og 1.100 lítra kör.  Þær eru þægilegar í notkun og umgengni, opnast með einu handtaki um leið og karinu er rennt frá.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.