Áfellur
Límtré Vírnet býður viðskiptavinum sínum upp á sérsmíði á öllum áfellum og öðrum fylgihlutum sem þarf til álklæðninga á húsum. Áfellur eru ýmist smíðaðar úr 0,7mm, 1,0 mm eða 2,0 mm áli, allt eftir því hvað á við. Sölumenn fyrirtækisins ráðleggja viðskiptavinum um efnisþykkt á áfellum eftir því hvaða tilganagi þær þjóna. Kemur 0,7mm og 1,0 mm álið í rúllum sem í mörgum tilfellum eykur nýtingu á efninu svo um munar.