Aluzink
Aluzink er algengasta og vinsælasta stálklæðningin hér á landi enda hefur hún gefið af sér gott orðspor fyrir hagkvæmni og endingu. Aluzink má fá í 0.5 og 0.6 mm þykkt og er það klippt eftir máli hverju sinni.
Bára 18
Bárujárn er framleitt í verksmiðju Límtré Vírnet í Borgarnesi. Báruformið kallast 18/76, sem þýðir að hæðin á bárunni er 18mm og breidd hverrar báru er 76 mm. Bárujárnið er bæði hægt að nota til klæðningar á loft og veggi og bæði innanhúss og utan. Þegar klæða skal veggi er hægt að nota báruplötur bæði sem lárétta og lóðrétta klæðningu (standandi eða liggjandi).
Efni | Stál |
Þykkt | 0,5 – 0,6 mm |
Ómálað | Aluzink |
Þegar járn er fest á þak er mælt með að nota 12-14 festingar (þaksaum eða skrúfur) á hvern fermetra. Ef bárujárn er notað til að klæða á veggi eru notaðar 10-12 festingar á fermetra.
ATH: Ekki er ráðlagt að nota aluzink á óeinangruð gripahús
Trapisa 20
Trapisa 20 er trapisuvölsuð plata 20mm á hæðina. Trapisan er notuð til að klæða veggi og er hún klædd bæði lárétt og lóðrétt. Platan er 1,07 m breið en klæðir 1,00 m þegar hún hefur verið sköruð. Mælt er með að nota 10-12 festingar (nagla eða skrúfur) þegar festa skal trapisuplötur á veggi.
Efni | Stál |
Þykkt | 0,5 – 0,6 mm |
Ómálað | Aluzink |
Þegar járn er fest á þak er mælt með að nota 12-14 festingar (þaksaum eða skrúfur) á hvern fermetra. Ef bárujárn er notað til að klæða á veggi eru notaðar 10-12 festingar á fermetra.
ATH: Ekki er ráðlagt að nota aluzink á óeinangruð gripahús
Trapisa 45
Trapisa 45 er trapisuvölsuð plata 45mm á hæðina. Trapisa 45 er notuð sem klæðning bæði á veggi og þök og hefur verið vinsæl til notkunar á stærri byggingar eins og til að mynda iðnaðarhúsnæði, útihús og skemmur. Hægt er að nota trapisu 45 bæði sem lárétta og lóðrétta klæðningu þegar klæða skal veggi.
Efni | Stál |
Þykkt | 0,5 – 0,6 mm |
Ómálað | Aluzink |
Þegar járn er fest á þak er mælt með að nota 12-14 festingar (þaksaum eða skrúfur) á hvern fermetra. Ef bárujárn er notað til að klæða á veggi eru notaðar 10-12 festingar á fermetra.
ATH: Ekki er ráðlagt að nota aluzink á óeinangruð gripahús
Bogavölsun
Bogavölsun á bárustáli og -áli hefur síðustu árin rutt sér til rúms sem nýr valkostur og hafa hönnuðir og arkitektar nýtt sér hana í síauknum mæli. Áður en bogavalsað er þurfa eftirfarandi upplýsingar að liggja fyrir:
- Þykkt efnis (ekki er hægt að bogavalsa efni undir 0,6 mm að þykkt)
- Plötulengd (hámarks plötulengd er 6 metrar)
- Radíus völsunar
Fylgihlutir
Í blikksmiðju okkar eru framleiddir fylgihlutir og áfellur til notkunar við þak- og utanhússklæðningar. Talsvert úrval staðlaðra fylgihluta er í boði auk þess sem mikið er smíðað af sérsmíðuðum fylgihlutum eftir teikningum frá viðskiptavinum. Á öðrum stað á síðunni okkar (sjá hnapp hér að neðan) má finna teikningar af margskonar áfellum sem er hægt að nota við hugmyndavinnu og undirbúning utanhússklæðninga, ennfremur má prenta þær út eða senda beint í tölvupósti til að panta hjá okkur.
Sem dæmi um fylgihluti fyrir veggklæðningar má nefna út- og innhorn í nokkrum útfærslum, skipti- og dropalista, vatnsbretti og fleira. Fylgihlutir þakklæðninga eru m.a. kjölur og ýmsar gerðir af kantáfellum. Ennfremur flytjum við inn þakrennur og niðurföll frá Lindab.