Límtré Vírnet hefur snúið sér alfarið að framleiðslu steinullareininga og hefur því hætt framleiðslu á úreþaneiningum. Fyrirtækið býður þó áfram upp á innfluttar úreþaneiningar m.a. í frysti- og kæliklefa. Einingarnar eru fullfrágengnar með stáli á báðum hliðum og fást með mismunandi yfirborðsáferð og í ýmsum litum.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.