Lindab iðnaðarhurðir
Hjá Límtré-Vírnet færðu traustar iðnaðarhurðir frá Lindab, sem hafa verið í notkun hér á landi í áratugi og hafa skapað sér orðspor fyrir gæði, þol og endingu. Hægt er að velja hurð fyrir hverja stærð og gerð bygginga með þarfir hvers húsnæðis í huga. Ryðfríar festingar, brautir og einingar eru í boði frá Lindab þar sem tæring á sér stað, t.d. í saltríku umhverfi, fjósum, hesthúsum eða álíka. Allar hurðir eru sérsmíðaðar eftir þörfum og kröfum og sérfræðingar Límtré Vírnets veita ráðgjöf um val á hurð, festingum og öðrum búnaði. Lögð er rík áhersla að velja hurð sem hentar þörfum hvers húsnæði á hagkvæman máta.
Ryðfrír og endingargóður búnaður
Lindab iðnaðarhurðirnar hafa staðið af sér íslenskar aðstæður í áratugi, við saltríkar og stormasamar aðstæður þar sem kröfur eru gerðar um gott aðgengi, styrk, öryggi og áreiðanleika.
Þær hentar í jafn vel í geymslur og fiskihús, hlöður og verkstæði, hvar þar sem þú vilt geta treyst hurðinni til lengdar. Hægt er að fá íhluti að hluta eða öllu leyti úr ryðfríu stáli sem tryggir betri endingu í röku eða tærandi umhverfi s.s. í fjósum, hesthúsum eða fiskvinnsluhúsum.
Umhverfisvænar og veðurþolnar hurðir
Litir og aukahlutir fyrir þínar aðstæður
Kynntu þér uppsetningar og viðhaldsþjónustu
Uppsetningarþjónusta frá Límtré Vírnet tryggir að hurðirnar séu rétt upp settar sem takmarkar skrölt og annað ónæði og eykur þar með endingu hurðarinnar, jafnvel þar sem mikið mæðir á. Einnig er boði viðhaldsþjónusta og þjónustu samningar sem starfsmenn frá Límtré Vírneti koma árlega og smyrja og stilla hurðina ásamt því að skoða ástand búnaðar.
Týpur af hurðum
LDI
Tegund LDI er hefðbundin hurðareining með polystyren einangrun með hömruðu áli eða plastisol húðuðum stálplötum. Hurðin er fáanleg með gluggum, á myndinni er sýnd tegund TT.
LDP
Tegund LDP er úr panorama einingum sem smíðaðar eru úr álprófilum með gluggum eða spjöldum í. Þetta er sérlega vönduð og falleg útfærsla sem hentar vel þar sem miklar kröfur eru gerðar til útlits, t.d. á sýningarsölum bílaumboða.
LDC
Í tegund LDC eru notaðir flekar af tegund LDI og gluggaeiningar, tegund LDP, í sömu hurðina. Þetta gefur möguleika á stórum gluggaflötum í hefðbundnum hurðum.