Lindab Bílskúrshurðir
Bílskúrshurðirnar frá Lindab hafa margsannað sig hér á íslandi í marga áratugi. Hurðirnar eru fallegar og vandaðar, með fjölbreytta möguleika í útliti, áferð og virkni. Hver hurð er sérsmíðuð í Danmörku og framleidd eftir máli hverju sinni svo að þú fáir þá hurð sem hentar þér.
Sterkar og vandaðar bílskúrshurðir
Hurðarflekar í Lindab hurðum eru 600mm háir og 46mm þykkir og fylltir með harðpressuðu polystyren sem tryggir góða einangrun. Harðpressað polystyren er töluvert sterkara en Polyurethan og hefur aðeins 1/6 af vatnsdrægni polyurethans.
Hurðir frá Lindab eru því harðari af sér og vatnsþéttari en sambærilegar hurðir úr polyurethan. Hver fleki er þéttur en nýtir einstaka loftunaraðferð til að draga úr rakamyndun.
Gerðu hurðina enn þægilegri
Hurðirnar frá Lindab eru með klemmuvörn og fallvörn til að tryggja öryggi notandans. en það er hægt að bæta við hverskonar aukahlutum sem auka öryggi eða auðvelda lífið. Festingar og brautir er hægt að fá úr ryðfríu stáli og hægt er að fá fleiri fjarstýringar, aðgang að stýringum sem hægt að stjórna með appi og fjölmargt fleira.
Settu þitt mark á húsið
Bílskúrshurðir hafa mikið um útlit bygginga að segja og með Lindab getur þú sérsniðið útlit og virkni eftir þínum þörfum. Val er á milli þriggja staðallita sem eru hvítur, brúnn og grár. Að auki er hægt að sérpanta 10 aðra liti gegn vægu aukagjaldi.
Að auki er val um viðar áferð eða slétta, glugga, aukahluti og allt það sem þú þarft til að tryggja að hurðin sé eins og þú vilt hafa hana.