Stoðir og leiðarar

Límtré Vírnet framleiðir stoðir og leiðara fyrir gipsveggi eða aðra létta veggi. Stoðirnar og leiðararnir eru valsaðir í stöðluðum lengdum en einnig er boðið upp á að valsa aðrar lengdir eftir máli ef óskað er. Kosturinn við að fá stoðirnar í sérsniðnum lengdum er að nýting efnis verður mun betri og vinnutími við uppsetningu styttist. Leiðararnir eru fáanlegir með álímdum filtborða til að bæta hljóðeinangrun í veggjum. Stoðirnar og leiðararnir eru unnir úr galvaniseruðu stáli, 0,5 mm. þykku. Einnig er hægt að fá stoðir og leiðara úr 1,20 mm galvaniseruðu stáli sem styrktarstoðir

Breiddir og lengdir

Milliveggjastoðir
Breidd/lengd 2600mm 3000mm 3600mm
45 mm x x x
70 mm x x x
95 mm x x x
120 mm x x x
Styrktarstoðir (1,2 mm veggþykkt)
95 mm  x  x x
120 mm  x  x x
150 mm  x  x x
Leiðarar
45 mm x
70 mm x
95 mm x
120 mm x
Styrktarleiðarar (1,2 mm veggþykkt)
95 mm x
120 mm x
150 mm x