Þakklæðningar

Límtré vírnet framleiðir báruklæðningar úr áli sem henta vel til þakklæðninga. Í verksmiðju okkar í Borgarnesi völsum við álið og skerum niður í lengdir eftir þörfum og óskum. Álið er PVDF húðað og hentar sérstaklega vel í selturíku umhverfi. Algengast er að notast sé við 0,7mm þykkt ál til þakklæðninga en einnig er hægt að velja um 1mm þykkt ál. Hægt er að velja um allt að 15 mismunandi liti. Báru formið er bæði vel þekkt og þrautreynt hér í þakklæðningar.

Brúnt hús með ál þakklæðningu
Tækniteikning af báruklæðningu

Báruál

Þegar ál er fest á þak er mælt með að nota 12-14 festingar (þaksaum eða skrúfur) á hvern fermetra. Einnig þarf að taka með í reikninginn að ál þenur sig meira en t.d. stál og því þurfa göt fyrir skrúfur eða nagla að vera rúmlega sverleiki festingarinnar. Fer það allt eftir lengd báruplötunnar.

 

ATH: Ekki er ráðlagt að hafa báruálsplötur lengri en 8 metra vegna þennslu.

Bogavölsun

Bogavölsun á báruáli hefur síðustu árin rutt sér til rúms sem nýr valkostur og hafa hönnuðir og arkitektar nýtt sér hana í síauknum mæli. Áður en bogavalsað er þurfa eftirfarandi upplýsingar að liggja fyrir:

  • Þykkt efnis
  • Plötulengd (hámarks plötulengd er 6 metrar)
  • Radíus völsunar