Spænir

Límtrésverksmiðja Límtrés Vírnets á Flúðum er sú eina sinnar tegundar á landinu. Spænir falla til við límtrésframleiðsluna sem aukaafurð þegar hefla þarf límtrésbita, þeim er safnað og pakkað í 20 kg. bagga. Spænirnir henta einstaklega vel sem undirburður undir hesta þar sem þeir eru smágerðir, einnig eru þeir mjög þurrir en rakainnihaldið er 8-15%.  Spænirnir eru eingöngu úr nýju skandinavísku greni, ekki endurunnum viði, og innihalda þar af leiðandi ekki nein aukaefnum.

Vinsamlegast hafið samband vegna fyrirspurna eða pantana Guðmund í síma 412-5359 eða á netfangið sala@limtrevirnet.is