Krispol bílskúrshurðir

Góð bílskúrshurð er nauðsynleg hverjum bílskúr og hefur stór áhrif á útlit og hönnun íbúðarhúsa. Límtré Vírnet flytur inn vandaðar og hagkvæmar bílskúrshurðir frá Krispol sem bjóða upp á fjölbreytt útlit og aukahluti. Hurðirnar eru bæði fallegar og traustar með góða reynslu af íslenskum aðstæðum.

Hús með bílskúr og bílskúrshurðshurð

Útlit að eigin vali

Þú ræður hvernig hurðin þín lítur út. Hurðaflekarnir fást með fulningum, sléttir eða með panelútliti, áferðin er ýmist viðaráferð eða slétt að utan, hömruð (stucco) að innan.

Sjálfgefinn litur að innan er hvítur (RAL9010) en að utan er val um nokkra staðalliti, mismunandi eftir gerðum fleka auk þess er mikið úrval lita í boði gegn aukagjaldi.

Þá er hægt að fá margar tegundir glugga, hliðarhurðir og gönguhurðir í sama útliti og bílskúrshurðirnar og ná þar með fram heildrænu útliti.

Kynntu þér fjölbreytta möguleika í útliti hér að neðan.

 

Bílskúrshurð séð að innan með brautum

Þú velur hvernig hurðin lítur út

Viltu glugga á hurðina?

Veldu þann lit sem þér þykir bestur

Hægt er að fá bílskúrshurðirnar frá Krispol í miklu úrvali lita en við erum þó með fjóra staðlaða liti í ákveðnum útfærslum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Hægt er að velja aðra liti gegn gegn aukagjaldi, í boði eru flestir litir bæði úr RAL og NCS-litakerfunum.

Eftirfarandi litir eru á staðallitir eftir útliti fleka:

Útlit fleka Dökkgrár, RAL7016 Hvítur, RAL9016 Brúnn, RAL8014 Silfur, RAL9006
Mjór panell
Breiður panell
Sléttir flekar
Rifflaðir flekar
Fulninga flekar

Bílskúrshurðir sem þrífast í íslensku veðri

Bílskúrshurðirnar frá Krispol eru fjölflekahurðir með flekum sem fylltir eru með freonlausu pólýúreþani og klæddir með zinkhúðuðu, pólyesterlökkuðu stáli. Þeir eru fáanlegir í bæði 40 mm og 60 mm þykkt.

Einangrunargildi hurðanna er mjög hátt og vandaðar þéttingar eru á milli flekanna og að utanverðu þar sem hurðirnar koma að veggjum, með tvöföldum þéttingum á þykkari hurðunum.

Útlit fleka, glugga og litir

Útlit fleka

Mjór panell

 

Breiður panell

Sléttir flekar

 

Riflaðir flekar

 

Fulninga flekar

Útlit glugga

Ýmsar gerðir glugga eru í boði

Gluggi L10 – utanmál 532×345 mm

 

Gluggi L4 – RF – utanmál 310×310 mm

 

Gluggi L5 – RF – utanmál 980×140 mm

 

Gluggi L6 – RF – utanmál 610×203 mm

 

Gluggi R3 – RF – utanmál 330 mm, öryggisgl.

 

Gluggi L2 – utanmál 633×332 mm.

 

Gluggi L3 – utanmál 609×203 mm.

 

Gluggi R10 – utanmál 633×343 mm.

 

IP-gluggafleki – ál – í fullri breidd hurðar

 

Skreytiinnlegg í L10-glugga

Sólarupprás 4

 

Sólarupprás 3

 

Sólarupprás 1

 

Kross

 

Tígull

 

Litir

Hægt er að fá bílskúrshurðirnar frá Krispol í tveim til þrem staðallitum eftir útfærslum eins og sjá má í töflunni.

Allar hurðir er auk þess hægt að fá í miklu úrvali annarra lita gegn aukagjaldi, í boði eru flestir litir bæði úr RAL og NCS-litakerfunum.

Eftirfarandi litir eru á staðallitir eftir útliti fleka:

 

Útlit fleka Dökkgrár, RAL7016 Hvítur, RAL9016 Brúnn, RAL8014 Silfur, RAL9006
Mjór panell X X X
Breiður panell X X
Sléttir flekar X X
Rifflaðir flekar X X
Fulninga flekar X X X

Öryggi og aukahlutir

Allir íhlutir og brautir frá Krispol eru galvaniseraðar og hannaðar með styrkleika, endingu og útlit í huga.

Öryggi notenda er í hávegum haft við hönnun hurðanna með  klemmuvörn á bæði flekasamskeytum og við hurðahjólin í brautunum.

Þá eru hurðir með opnara eru einnig búnar öryggi þannig að hurðirnar lyftast um 100 mm ef þær lenda á fyrirstöðu. gormbrotsöryggi er staðalbúnaður.  Hurðirnar eru fáanlegar með fótósellu sem nemur fyrirstöðu í dyragatinu.

 

Brautirnar fást í 6 mismunandi útfærslum sem eiga að geta passað í flesta bílskúra. M.a. er í boði braut sem ekki þarf nema 80 mm pláss yfir hurðargati.

Myndir