Veggklæðningar
Álklæðningar bjóða upp á fjölbreytta möguleika í útliti bygginga en hægt er að móta álið á ýmsa vegu og skapa þar með einstakt heildarútlit. Límtré Vírnet flytur inn og selur litað ál í þremur þykktum, 0,7 mm, 1,0 mm og 2,0 mm. 0,7 og 1,0 mm ál er flutt inn á rúllum í breidd 1.230 mm á meðan 2,0 mm efnið er flutt inn í plötum sem eru 1.500 x 3.000 mm. Álið er síðan mótað að vild í verksmiðju okkar í Borgarnesi þar sem allar tegundir veggklæðninga eru framleiddar eftir þörfum og kröfum hverju sinni. Hægt er að sérsmíða áfellur og klæðningu sérstaklega fyrir hverja byggingu og aðstæður. Hér að neðan má sjá dæmi um þær klæðningar sem eru í boði.
Valsaðar klæðningar
Valsaðar klæðningar eru algengasta formið í klæðningum og er að finna á byggingum um allt land í fjölmörgu aðstæðum. Í Borgarnesi framleiðir Límtré Vírnet valsaðar klæðningar í 3 mismunandi formum. Hægt er að velja úr 18mm báru, 20mm trapisu og 45mm trapisu. Í boði eru 15 litir og allt að 3 þykktir. Ýmist eru valsaðar klæðningar hnoðaðar á álundirkerfi en einnig er hægt að notast við skrúfur.
Sléttplötuklæðningar
Sléttplötuklæðning er ávalt unnin úr 2mm áli og bíður Límtré Vírnet upp á 14 mismunandi liti. Plöturnar koma í stærðinni 1500x3000mm. Hægt er að nota plöturnar í þeim stærðum en það er einnig hægt að fá plöturnar klipptar niður og beygðar eftir þörfum hverju sinni. Þá er jafnvel hægt að nota mismunandi liti og stærðir og skapa þannig litrík hughrif. Algengast er að hnoða sléttar plötur á álundirkerfi en einnig er hægt að notast við skrúfur.
Panel/kassettuklæðningar
Límtré Vírnet framleiðir panelklæðningar úr áli þar sem efnisþykktin er ýmist 1,0 eða 2,0 mm. Hægt er að fá panelinn í lengdum eftir máli, þó ekki lengri en 3 metra í 2mm panel á meðan 1mm panell getur orðið lengri. Bæði er hægt að fá panelinn með sýnilegum festingum eða blindfestingum. Panellinn er smekklegur í útliti og skemmtileg viðbót við flóru utanhússklæðninga sem er í boði og getur mótað byggingunni sérstöðu í umhverfi sínu.
Límd klæðning með T lista
Oft kallað „feik læstar klæðningar,“ þessar klæðningar eru samansettar úr T – listum og 2mm sléttum plötum sem skapa möguleikann á fjölbreyttu og skemmtilegu útliti sem sem dregur athygli að sér. Hægt er að brjóta þetta útlit upp á marga vegu með bæði sýnilegum festingum eða líma efnið á undirkerfið. Ekki er þó mælt með að líma þetta í hæð yfir 3 metrum. Þessi tegund klæðningar er smekkleg í útliti og fjölbreyttir möguleikarnir gera aðstandendum kleift að marka sér sérstöðu á markaðnum.