Steinullareiningar eru stálsamlokueiningar með steinullareinangrun.

Einingarnar eru fullfrágengnar með stáli á báðum hliðum og fást með mismunandi yfirborðsáferð og í ýmsum litum.

Steinullareiningar hafa gott burðarþol og er því hægt að nota þær á léttar burðargrindur sem leiðir til lægri byggingakostnaðar.

Steinullareiningar eru einnig notaðar í milliveggi og loft, í mörgum tilfellum geta þær staðið án burðargrindar innanhúss sem leiðir til einfaldari lausna.

Steinullareiningar hafa háa brunamótstöðu og gott hljóðeinangrunargildi.

Helstu kostir steinullaeininga:

  • Raka- og vindþéttni
  • Góð einangrun
  • Auðveld þrif
  • Há brunamótstaða
  • Gæðaprófun
  • Auðveld uppsetning
  • Góð reynsla
  • Hagkvæmni
  • Hljóðeinangrun

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.

SF Sléttar einingar

Steinullareining, stálsamlokueining, steinull, yleining, yleiningar
Heiti K-gildi W/m² C Þykkt mm Þyngd kg/m²
SF-63 0.58 63 17
SF-82 0.45 82 20
SF-105 0.36 105 22
SF-129 0.30 129 25
SF-167 0.23 167 30
SF-196 0.20 196 33

ST Trapisueiningar

Steinullareining, stálsamlokueining, steinull, yleining, yleiningar
Heiti K-gildi W/m² C Þykkt B mm Þykkt A mm Þyngd kg/m²
ST-107 0.52 63 107 19
ST-126 0.42 82 126 21
ST-149 0.33 105 149 24
ST-173 0.28 129 173 27
ST-211 0.22 167 211 31
ST-240 0.19 196 240 35

Litir í boði

Hér er hægt að sjá þá liti sem í boði eru á einingar. Álsink er einnig í boði hvort sem er öðru megin eða beggja vegna eininganna. Mögulegt er að sérpanta aðra liti í samráði við byggingadeild fyrirtækisins.

Litir í boði á steinullareiningar

Málsettar teikningar af einingum

Ef smellt er á tengilinn hér að neðan opnast sýn á málsettar teikningar af mismunandi tegundum og yfirborðsvölsun eininga, þar má einnig sjá vel lásana í samsetningum eininganna.

Málsettar teikningar

Útveggir – Steinullareiningar

Hér er hægt að sjá hinar ýmsu útfærslur af steinullareiningum sem veggjaklæðning fyrir upphitað húsnæði.

Þök – Steinullareiningar

Hér er hægt að sjá hinar ýmsu útfærslur af steinullareiningum sem þakklæðning fyrir upphitað húsnæði.