Trapisa 45 er trapisuvölsuð plata 45mm á hæðina. Trapisa 45 er notuð sem klæðning bæði á veggi og þök og hefur verið vinsæl til notkunar á stærri byggingar eins og til að mynda iðnaðarhúsnæði, útihús og skemmur. Hægt er að nota trapisu 45 bæði sem lárétta og lóðrétta klæðningu þegar klæða skal veggi.

Mælt með að nota 12-14 festingar (þaksaum eða skrúfur) á hvern fermetra í þakklæðningu. Eins er mælt með 10-12 festingum þegar veggir eru klæddir.  Platan er 960 mm en klæðningarbreiddin er 900 mm þegar hún hefur verið sköruð.

ATH: Ekki er ráðlagt að nota aluzink á óeinangruð gripahús

Hægt er að valsa trapisu 45 á tvo vegu, þ.e. á réttunni eða á hvolfi, með hábáruna breiða og lágbáruna mjóa eða öfugt.  Sjá nánar á meðfylgjandi skýringarmynd.

Tvenns konar völsun - skýringarmynd

Efni Stál
Þykkt 0,5 – 0,6 mm
Ómálað Aluzink – galvaniserað
Litað/húðað Polyester – plastisol – ATH, ekki Green Coat/plexipolyester
 
Efni Ál
 Þykkt 0,7-1,0
 Litað/húðað PVDF

Í blikksmiðju okkar eru framleiddir fylgihlutir og áfellur til notkunar við þak- og utanhússklæðningar. Talsvert úrval staðlaðra fylgihluta er í boði auk þess sem mikið er smíðað af sérsmíðuðum fylgihlutum eftir teikningum frá viðskiptavinum. Á öðrum stað á síðunni okkar (sjá hnapp hér að neðan) má finna teikningar af margskonar áfellum sem er hægt að nota við hugmyndavinnu og undirbúning utanhússklæðninga, ennfremur má prenta þær út eða senda beint í tölvupósti til að panta hjá okkur.

Sem dæmi um fylgihluti fyrir veggklæðningar má nefna út- og innhorn í nokkrum útfærslum, skipti- og dropalista, vatnsbretti og fleira.  Fylgihlutir þakklæðninga eru m.a. kjölur og ýmsar gerðir af kantáfellum.  Ennfremur flytjum við inn þakrennur og niðurföll frá Lindab.

Upplýsingar um fylgihluti

Staðlaðir fylgihlutir - teikningar

Þakrennur og niðurföll - upplýsingar

Skoðaðu litaúrvalið eftir efnistegund

 
litaprufur poly
Ál litaspjald 
litaprufur ál

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.

Sjá eiginleika mismunandi lökkunar/húðunar