Í blikksmiðju okkar í Borgarnesi smíðum við  áfellur af öllu tagi eftir pöntunum, bæði staðlaðar og sérsmíðaðar. Hægt er að skoða teikningar af stöðluðum áfellum hér.

Áfellurnar eru smíðaðar úr mörgum tegundum stáls og áls í ýmsum þykktum.  Dæmi um efni:

  • galvaniserað stál
  • álsink (ekki er ráðlagt að nota álsink á óeinangruð gripahús)
  • polyesterlakkað stál
  • plexypolylakkað stál
  • litað ál

Hægt er að fá áfellur smíðaðar úr fleiri hráefnum.

Pöntunum á áfellum ber ávallt að skila skriflega til sölumanna, í tölvupósti eða beint til þeirra. Þetta er gert til að  viðskiptavinur fái rétta vöru og til að fyrirbyggja allan misskilning. Aldrei er tekið við pöntunum á áfellum í gegnum síma.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.