Síðan árið 2017 hefur Límtré Vírnet þjónustað þann hluta byggingariðnaðarins sem snýr að steyptum burðavirkjum. Límtré Vírnet selur kambstál með mikilli seiglu (A-grade í sverleikanum K6, C-grade, earthquake material í sverleikum K8-K12, Bst 500 WR í sverleikum K16-K32), bæði niðurklippt í teinum og beygðar lykkjur unnar í tölvustýrðri beygjuvél. Einnig selur fyrirtækið járnabakka í mörgum stærðum og gerðum sem og plastíhluti, stólalengjur og fleira fyrir steinsteypu og járnabindingar ásamt að bjóða upp á ýmsar gerðir af vélum og verkfærum fyrir slíka starfsemi.

Ennfremur er boðið upp á viðgerðaþjónustu á þeim vélum og verkfærum sem fyrirtækið selur.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.