Límtré Vírnet býður viðskiptavinum sínum upp á bílskúrshurðaopnara fyrir flestar gerðir bílskúrshurða. Bílskúrshurðaopnaranir koma frá Nice á Ítalíu og eru framleiddir með öryggi, endingu og gæði í huga.
Vélbúnaður Nice opnaranna er sterkbyggður og allir stálíhlutir eru galvaniseraðir til að tryggja endingu og áreiðanleika. Með öllum bílskúrshurðaopnurum fylgja tvær fjarstýringar.

Nice bílskúrshurðaopnararnir eru til í tveim stærðum, Avio 500 og Avio 1000.

Avio 500 er minni gerðin, hann passar fyrir hurðir að 2,4 m að hæð og 3,4 m breiðar. Avio 1000 er fyrir hærri hurðir, 2,4-3,4 m, breiddin getur verið allt að 5,4 m.

Athugið að margar eldri bílskúrshurðir með einum stórum fleka eru mjög þungar í opnun og ekki er víst að nýir opnarar ráði við að opna þær.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.

Bílskúrshurðaopnarar bæklingur

Bílskúrshurðaopnari Avio 500 - uppsetningarleiðbeiningar

Bílskúrshurðaopnari Avio 1000 - uppsetningarleiðbeiningar