Tækniupplýsingar
Hér er að finna tækniupplýsingar fyrir límtré sem er unnið af Límtré Vírnet ehf.

Framleiðslugæði hráefnis
Límtré er framleitt úr fjölum sem eru 45 mm og eru staðalhæðir bita margfeldi þar af.
Fyrirtækið framleiðir límtré í styrkleikaflokki GL30c samkvæmt ÍST/EN 14080:2013 og er í það notað vélflokkað greni frá Skandinavíu.
Þeir límtrésbitar sem eru flettir úr stærri bitum, þ.e.a.s. bitar 65 mm að breidd eða minni, eru í styrkleikaflokki GL28c.
Framleiðsla á límtré er CE vottuð af Norsk Treteknisk Institut. Timburgæði í límtré eru LS22 og LS15, vélflokkað greni skv. ÍST EN 14081-1:2005.
Í límtrésbita er notað MUF lím, ljóst melaminurealím sem samþykkt er fyrir límtrésburðarvirki, bæði fyrir utan- og innanhúsaðstæður og rakaflokka 1, 2, og 3 samkvæmt EN 301:2013.
Vistvænar byggingar úr límtré
Með vistferilsgreiningum (Life Cycle Assessment) hefur verið sýnt fram á að umhverfisáhrif eru minni við byggingu og rekstur húsnæðis þar sem notað er límtré í burðarvirki en samsvarandi byggingu þar sem notað er stál eða steypa.
Timbrið kemur úr norrænum nytjaskógum þar sem mikil binding á koltvísýringi á sér stað.