Stöðluð hús úr límtré og steinullareiningum
Límtré Vírnet býður upp á stöðluð hús á hagkvæmu verði, úr íslenskri framleiðslu. Húsin eru byggð úr límtrésburðarvirki og klædd með steinullareiningum sem bæði einangra og klæða bygginguna á sama tíma. Með fylgir iðnaðarhurð, tvær gönguhurðir og gluggar ásamt öllu því sem þarf til að reisa bygginguna fljótt og örugglega.
Hvað vilt þú byggja?
Geymslur
Iðnaðarhús
Landbúnaðarhús
Setur
Setrið er fjölhæf og nett bygging sem prýðir hvert það land sem það stendur á. Rýmið er talsvert og aðgengi auðvelt.
Helstu upplýsingar um Setrið.
- 160m²
- Breidd: 10,0m
- Lengd: 16,0m
- Vegghæð: 3,15m
- Mænishæð: 4,97m
- Þakhalli: 20°
- 1 x Iðnaðarhurð 3,5 x 3,25m
- 2 x Gönguhurðir
- 2 x Gluggar
Verð 11.900.000 kr. m. vsk*
*Verð miðast við byggingarvísitölu á Október 2024, alls 121 stig.
Upplýsingar og teikningar
Óðal
Óðalið er stór og glæsileg bygging sem hentar í fjölmörg verkefni. Hátt til lofts með góðu rými og flottu aðgengi.
Helstu upplýsingar um Óðalið.
- 240m²
- Breidd 12,0m
- Lengd 20,0m
- Vegghæð 4,15m
- Mænishæð 6,33m
- Þakhalli 20°
- 1 x Iðnaðarhurð 4,0×4,0m
- 2 x Gönguhurðir
- 2 x Gluggar
Verð 17.900.000 kr. m. vsk*
*Verð miðast við byggingarvísitölu á Október 2024, alls 121 stig.
Upplýsingar og teikningar
Hverjir eru kostir staðlaða húsa?
Hagkvæmar byggingar með burðarvirki úr límtré og veggi og þak úr steinullareiningum.
Auðveld uppsetning og áratuga reynsla við íslenskar aðstæður.
Aðaluppdrættir og teikningar af sökkli og burðarvirki fylgja
Festingar og efni til uppsetningar innifalið
Íslensk framleiðsla
Úrval lita á þak og veggi.