Gróðurhús frá Límtré Vírnet eru góður og hagkvæmur byggingakostur. Límtré sem burðarvirki er hlýlegt og gefur húsinu notalegt yfirbragð. Uppsetning er einstaklega fljótleg og þægileg.

Sperrubogar fyrir gróðurhús eru til á lager. Þeir miðast við hús sem eru 5,6 metra breið og um 2,7 metrar á hæð. Gert er ráð fyrir því að húsin séu klædd með UV-plastdúk. Einnig er hægt að fá bogana sérsmíðaða í öðrum málum eftir þörfum.

Teikning – Þversnið

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.