Steinullareiningar

Steinullareiningar eru stálsamlokueiningar með steinullareinangrun sem henta í flestar gerðir bygginga, frá geymslum, gripahúsum iðnaðarhúsum og reiðhalla til smáhýsa og einbýlishúsa, Einingarnar eru fullfrágengnar með stáli á báðum hliðum og fást með mismunandi yfirborðsáferð og í ýmsum litum.

Grátt og rautt hús úr steinullareiningum í Borgarnesi
Teiknuð mynd af húsi með táknum og tölum

Einföld en öflug lausn

Steinullareiningar eru einnig notaðar í milliveggi og loft, í mörgum tilfellum geta þær staðið án burðargrindar innanhúss sem leiðir til einfaldari lausna.

Einingarnar hafa háa brunamótstöðu, halda hitanum inni og kuldanum úti, ásamt hljóðmengun, vindi og veðrum.

Einingarnar eru líka myglulausar og endingargóðar og einstaklega hagkvæmar miðað við svipaða kosti.

Einingarnar eru klæddar með GreenCoat® sem er níðsterk og umhverfisvæn stálklæðning.

 

Hannað eftir þínum þínum þörfum og stöðlum

Hjá Límtré Vírnet bjóðum við upp á heildstæða hönnunarþjónustu fyrir byggingar úr steinullareiningum. Hönnunarteymi okkar sér um að teikna einingarnar utan á húsið með öllum nauðsynlegum frágangi og smáatriðum. Við sjáum um að skila fullbúnum teikningum, tilbúnum til samþykktar hjá byggingarfulltrúa, ásamt því að hanna og framleiða alla íhluti og áfellur sem tilheyra einingakerfinu.

Einingarnar eru framleiddar í okkar eigin sérhæfðu einingarverksmiðju á Flúðum. Þar fer fram nákvæm og vönduð smíði á 100 metra framleiðslulínu þar sem hver eining er límd og skorin í lengdir eftir þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

Steinullareiningar í vinnslu
Steinullareiningar í verksmiðju Límtré Vírnets á Flúðum
Tækniteikning af steinullareiningu

SF Sléttar einingar

Hægt er að fá einingarnar í fjölmörgum þykktum sem auka einangrunargildi og burðarþol.

Heiti K-gildi W/m² C Þykkt mm Þyngd kg/m²
SF-63 0.58 63 17
SF-82 0.45 82 20
SF-105 0.36 105 22
SF-129 0.30 129 25
SF-167 0.23 167 30
SF-196 0.20 196 33

ST Trapisueiningar

Einingarnar er líka hægt að fá í trapisueiningum en slíkar einingar eru frábærar á þök eða útveggi þar sem trapisan eykur burðarþol.

Heiti K-gildi W/m² C Þykkt B mm Þykkt A mm Þyngd kg/m²
ST-107 0.52 63 107 19
ST-126 0.42 82 126 21
ST-149 0.33 105 149 24
ST-173 0.28 129 173 27
ST-211 0.22 167 211 31
ST-240 0.19 196 240 35

Hægt er að velja um alla liti sem GreenCoat býður upp á