Undirkerfi
Til að tryggja góða endingu og styrk er mikilvægt að nota gott undirkerfi. Límtré Vírnet býður upp á tvennskonar undirkerfi fyrir álkæðningar. Annarsvegar hefbundið undirkerfi sem samanstendur af vinklum og L- og T leiðurum. En við bjóðum líka upp á LTV kerfi sem samanstendur af U-laga veggfestum og F- og U leiðurum. Hægt er að skoða munin á þessum kerfum hér fyrir neðan. Hjá Límtré Vírnet fást einnig allir aukahlutir til uppsetningar á undirkerfum eins og múrboltar, skinnur, borskrúfur, hnoð o.s.frv.


Hefðbundið undirkerfi
Hið hefðbundna undirkerfi samanstendur af vinklum og L- og T- leiðurum. Leiðarar í kerfinu eru 5,7 metra langir og koma vinklar í stærðunum 60, 80, 100, 120, 140, 160, 180, 200 og 240 mm. Vinklar eru boltaðir í veggina sem skal klæða og leiðarar svo festir með borskrúfum.
LTV Undirkerfi
LTV undirkerfið samanstendur af u-laga veggfestum með U- og F- leiðurum. Leiðarar í kerfinu eru 5,7 metra langir og koma veggfesturnar í 35, 55 og 75 mm dýpt. LTV kerfið er ýmist hægt að nota á óeinangraða veggi sem og nota utan á einangrunina sé þess óskað. Veggfestur eru boltaðar í veggina sem skal klæða og leiðarar svo festir með borskrúfum.
