Hurðaþjónusta

Uppsetning bílskúrs- og iðnaðarhurða er vandasamt verk og krefst sérþekkingar á því sviði ef vel á að takast til. Starfsmenn hurðaþjónustu Límtré Vírnet búa yfir mikilli reynslu á því sviði og hafa sótt sértæk námskeið til að bæta sína færni og kunnáttu.

A white door and wall in a garage.

Uppsetning

Uppsetning bílskúrs- og iðnaðarhurða hjá Límtré Vírneti er unnin af fagmönnum með margra ára reynslu af slíkri vinnu. Fyrirtækið ábyrgist uppsetninguna, að hún sé rétt unnin og að frágangur sé vandaður. Hurðin er sett upp og hún stillt, rafmagnsbúnaður tengdur (ef hann er til staðar) og gengið frá hurðinni þannig að hún sé tilbúin til notkunar. Í lokin eru allir slithlutir smurðir, gormar, lamir og hjól.

Þjónustusamningar

Límtré Vírnet býður upp á þjónustusamninga fyrir iðnaðarhurðir. Í því felst að starfsmaður okkar kemur í árlega þjónustuheimsókn og stillir hurðina, smyr slitfleti, herðir upp á boltum og yfirfer búnað. Þjónustusamningur er einföld leið til að halda hurðum í góðu ásigkomulagi og lengja líftíma þeirra.