Blikksmiðja
Blikksmiðja Límtrés Vírnets byggir á traustum grunni en fyrirrennari hennar er Blikksmiðja Magnúsar Thorvaldssonar sem stofnuð var 1967. Verkefnin sem leyst eru í blikksmiðjunni hafa tekið nokkrum breytingum í áranna rás en áherslan er ávallt á að skila vel unnu verki, sinna viðskiptavinum vel og leysa verkefnin á sem hagstæðastan hátt.
Áfellur og sérssmíði
Blikksmiðjan sér ekki aðeins um að beygja og móta klæðningar heldur tekir að sér öll verkefni stór og smá er viðkemur að smíði í áli og stáli. Meðal helstu verkefna og smíðisgripa eru:
- Áfellusmíði
- Utanhússklæðningar
- Lofttúður
- Frágangslistar
- Ýmis sérsmíði