Starfsemi

Límtré Vírnet samanstendur af þremur framleiðslu- og þjónustueiningum sem eru í Borgarnesi, á Flúðum og í Reykjavík. Aðalskrifstofa og tæknideild ásamt lager og söludeild er staðsett að Lynghálsi 2 í Reykjavík.

Í Borgarnesi eru til húsa

  • Beyging á kambstáli
  • Klæðningarframleiðsla
  • Blikksmiðja
  • Járnsmiðja
  • Söludeild

Á Flúðum er framleitt límtré og veitt þjónusta sem því tengist

  • Beinir bitar í mörgum stærðum
  • Bogabitar í ýmsum gerðum og stærðum
  • Samsetning með fingurskeytingu
  • Sala á spæni til undirburðar undir skepnur

Á Flúðum fer einnig fram framleiðsla á steinullareiningum:

  • Steinullareiningar
A building standing amidst a vast parking lot, surrounded by empty spaces and vehicles.

Á starfstöð fyrirtækisins að Lynghálsi 2 er til húsa

  • Byggingadeild
  • Hönnun
  • Lager
  • Söludeild

Í dag er Límtré Vírnet stærsta fyrirtækið á Íslandi á sviði völsunar á klæðningarefnum og eini framleiðandi límtrés og steinullareininga. Fyrirtækið flytur jafnframt inn breitt úrval af byggingavörum, bæði til almennrar sölu og í sérstök verk, s.s. bolta, skrúfur, iðnaðarhurðir, þakrennur og þakglugga.

Fyrirtækið er með gott dreifingarkerfi innan byggingariðnaðarins og selur vörur jafnt til endursöluaðila sem verktaka.