Fjöldi reyndra fagmanna skapar járnsmiðju Límtré Vírnet traustan grunn til að takast á við fjölbreytt verkefni sem nútíma samfélag krefst. Með góðum tækjabúnaði er fyrirtækið þannig í stakk búið til að leysa hverskonar verkefni sem snúa að stálsmíði eða viðgerðum á tækjum og búnaði, hvort sem er í smiðjunni eða á verkstað hjá viðskiptavinum.

Meðal verkefna og smíðisgripa eru:
 Límtrésfestingar  Hurðir
 Loftnetsfestingar  Gjafagrindur
 Handrið  Sorptunnufestingar
 Stigar  Innréttingar í gripahús
Hurðir  Stubbahús

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.