Byggingadeild Límtrés Vírnets er til húsa að Lynghálsi 2, Reykjavík. Þar eru tæknimenn tilbúnir að aðstoða viðskiptavini sem eru að velta fyrir sér húsbyggingu og finna með þeim byggingarform og efni sem hentar þeim og þeirra óskum.

Einnig eru tæknimenn reiðubúnir að aðstoða viðskiptavini við að finna lausnir sem henta þeim varðandi burðarvirki, klæðningar, deili og annað sem þá gæti vanhagað um.

Byggingadeild veitir m.a. ráðgjöf um eftirfarandi:

 • Tillögur að burðarkerfi fyrir viðkomandi húsbyggingu.
 • Tillögur að uppbyggingu þaks. Sjá nokkrar tillögur að uppbyggingu þaks með yleiningum undir þjónusta/byggingalausnir.
 • Tillögur að uppbyggingu útveggja. Sjá nokkrar tillögur að uppbyggingu útveggjar með yleiningum undir þjónusta/byggingalausnir.
 • Ráðgjöf fyrir mismunandi uppbygginu á kæli- og frystiklefum.

Hægt er að óska eftir ýmsum útfærslum af tilboðum í húsnæði:

 • Tilboð í efnispakka samkvæmt magnskrá sem viðskiptavinurinn afhendir.
 • Tilboð í efnispakka fyrir límtréshús með yleiningum samkvæmt teikningum sem viðskiptavinurinn afhendir.
 • Tilboð í efnispakka fyrir límtréshús með yleiningum samkvæmt aðaluppdráttum viðskiptavinarins og samkvæmt tillöguteikningum fyrir límtré og yleiningar frá Límtré Vírnet ehf.

Byggingadeild getur séð um eftirfarandi hönnun og teikningar:

 • Burðarþolsteikningar og framleiðsluteikningar fyrir límtrésbita.
 • Burðarþolsteikningar og framleiðsluteikningar fyrir límtréshús.
 • Teikningar fyrir uppsetningu og frágang á yleiningum.
 • Teikningar fyrir kæli- og frystiklefa.

Kostnaðaráætlun vegna húsbyggingar

Þegar ekki liggja fyrir teikningar getur byggingadeild gefið kostnaðaráætlun í viðkomandi byggingu samkvæmt lýsingu frá viðskiptavini og gefið síðan tilboð eftir að nánari forsendur og teikningar liggja fyrir.

Forstöðumaður byggingadeildar er Sigurður Guðjónsson s: 412-5390 / 617-5390, tölvupóstur sg@limtrevirnet.is

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.