Hagkvæmar og traustar iðnaðarhurðir

Sérsmíðaðar iðnaðarhurðir fyrir fjölbreyttar aðstæður

Krispol iðnaðarhurðir eru framleiddar í Póllandi þar sem þær eru sér smíðaðar eftir máli hverju sinni. Þær henta vel fyrir flest húsnæði og starfsemi enda bæði hagkvæmar og fjölbreyttar. Þær eru fáanlegar í miklu úrvali hvað varðar útlit, útfærslur brauta, búnað og stærð. Afgreiðslutími er u.þ.b. 6 vikur.

Veldu hurð, glugga og aukabúnað sem hentar þínum þörfum

Krispol hurðirnar þjóna því hlutverki sem þú vilt. Hægt er að fá hverja hurð með gluggum eða innbyggðri hurð, stjórna þeim með rofaboxum, hreyfiskynjurum og fjarstýringum með allt að 12 rásir fyrir hús með mörgum hurðum ásamt ljós og hljóðgjöfum sem upplýsa um virkni hurðarinnar, segulnemum sem tengjast við öryggiskerfi og margt fleira.

Hurðirnar eru hvítar að innan en að utan er val um 12 lliti úr Ral litakerfinu. Þá er hægt að fá hurðirnar lakkaðar bæði innan og utan í flestum litum úr RAL-litakerfinu gegn aukagjaldi.

Hægt er að fá gönguhurðir, dyraumbúnað og glugga úr sömu efnum, sömu áferð og litum og iðnaðarhurðirnar til að samræma útlit enn frekar.

Kynntu þér uppsetningar og viðhaldsþjónustu á Krispol iðnaðarhurðum

Uppsetningarþjónusta frá Límtré Vírnet tryggir að hurðirnar séu rétt upp settar sem takmarkar skrölt og annað ónæði og eykur þar með endingu hurðarinnar, jafnvel þar sem mikið mæðir á.  Einnig er boði viðhaldsþjónusta og þjónustu samningar sem starfsmenn frá Límtré Vírneti koma árlega og smyrja og stilla hurðina ásamt því að skoða ástand búnaðar.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.

SÍMI

412-5350

NETFANG

sala@limtrevirnet.is

K2 IS – stáklæddir flekar

Þessi gerð af flekum er klædd með stálplötum, 0,5 mm þykkum, en flekarnir sjálfir eru 40 mm þykkir.  Plöturnar eru heitgalvaniseraðar og duftlakkaðar með polyester lakki, áferðin er hömruð bæði innan og utan.   Í klæðninguna eru valsaðar rásir, bilið á milli þeirra er 122 mm.

K2 IM – stálklæddir flekar

Hér er um að ræða fleka sem er klæddur með samskonar stálplötu og K2 IS flekinn, hann er sömuleiðis 40 mm þykkur.  Eini munurinn er í útliti og áferð, þessi er valsaður smárifflaður, breiddin á brotinu er 16 mm á milli toppa.  Áferðin á flekanum er hömruð að innanverðu en slétt að utan.

K2 IA – álklæddir flekar

Flekar klæddir með 0,6 mm þykku áli sem er duftlakkað með polyester lakki.  Þeir eru valsaðir á sama hátt og K2 IS flekarnir, með rásum sem 122 mm eru á milli.  Áferð flekanna er hömruð.  Álflekar hafa það framyfir stálklædda fleka að álið er mun tæringarþolnara en stál auk þess sem flekinn verður talsvert léttari.  Fermetrinn af álklæddum fleka vegur um 7 kg en stálklæddur fleki er 13 kg hver fermetri.  Þessir flekar eru 40 mm þykkir.

K2 IP flekar úr álprófílum

Þessi gerð fleka er byggð upp úr holum álprófílum sem settir eru saman í grind.  Prófíllinn er með rofinni kuldabrú sem þýðir að hann leiðir ekki kulda inn í innrýmið og hélar ekki að innan.  Prófílgrindinni er síðan lokað með ýmist tvöföldu gleri eða samlokueiningum fylltum með polystyren.  Einnig er hægt að fá nokkrar gerðir af gata- og netplötum til að loka römmunum, í hurðir þar sem þarf að vera góð loftun í gegn, svo sem í bílastæðahúsum.

K2 IRFS 60  stálklæddir flekar 

Hér er um að ræða fleka sem eru 60 mm þykkir.  Þeir eru klæddir með 0,5 mm þykku duftlökkuðu stáli og fylltir með polyurethani.  Þessi gerð er slétt og án mynsturs, áferðin er einnig slétt að utan en hömruð að innan.  Vegna meiri þykktar og betri einangrunar eru þessir flekar sérlega góðir í hurðir fyrir rými þar sem miklar kröfur eru gerðar í þeim efnum.  Að auki eru þéttingar hurðarinnar með tveim þéttiköntum í stað eins á þynnri flekunum.  Þetta verður til þess að hitaeinangrunarstuðullinn (U-gildið) er mjög góður eða U=0,9 W/m²K.

Allar brautir fyrir Krispol iðnaðarhurðirnar eru úr heitgalvaniseruðu stáli.  Margar útfærslur eru til af brautum, 12 mismunandi gerðir, sem býður upp á mjög mikinn sveigjanleika.  Plássþörf yfir hurðargati getur  t.d. verið allt frá 180 mm minnst upp í að láta hurðina renna alfarið lóðrétt uppeftir vegg fyrir ofan hurðina ef aðstæður, vegghæð og annað, bjóða upp á það.  Hægt að hafa brautirnar láréttar eða láta þær fylgja þakhalla allt upp í 60° halla.  Algengast er að mótorinn, ef hurðin er með mótoropnun, sé á veggnum fyrir ofan hurðargatið.  Ef ekki er pláss fyrir hann þar er hann ýmist hafður í loftinu við innri enda brautanna eða á grind innan við hurðina rétt fyrir ofan dyragatið.

Snúningsgormar sjá um opnun hurðanna, þeir eru gefnir upp frá framleiðanda hurðanna fyrir að þola lágmark 25.000 opnanir.

Gluggi – L1

Stærð 770 x 430 mm, svartur.

Gluggi – L2

Stærð 633 x 332 mm, svartur.

Gluggi – L3

Stærð 609 x 203, svartur.

Gluggi – R10

Stærð 663 x 343 mm, svartur með rúnnuðum hornum.

Gluggafleki IP – álprófílar

Hægt er að fá í allar hurðir gluggafleka úr álprófílum.  Ef hurðin er innan við þriggja metra breið er hægt að hafa flekann án lóðréttra pósta.  Einnig er hægt að fá í þessa glugga matta eða reyklitaða filmu.

Staðallitur að innan er hvítur (nálægt RAL9010).  Hægt er að velja um ellefu staðalliti að utan en einnig er hægt gegn aukagreiðslu að fá á hurðirnar flesta liti úr RAL-litakerfinu, hvort sem er að innan eða utan.  Hér að neðan má sjá sýnishorn af staðallitunum.  Hvítur RAL9010 er ekki staðallitur á K2 IP álflekum, í staðinn kemur að hægt er að fá þá ólakkaða en rafbrynjaða (anodized).  Athugið að ekki er við því að búast að endanlegur litur verði nákvæmlega eins og sá sem birtist á skjánum.

Gráhvítur RAL9002

Hvítur RAL9010

Rauður RAL3000

Asúrblár RAL5009

Blár RAL5010

Mosagrænn RAL6005

Grár RAL7004

Koksgrár RAL7016

Brúnn RAL8014

Silfur RAL9006

Grásilfur RAL9007

Hægt er að setja gönguhurðir í iðnaðarhurðirnar frá Krispol, þær eru oftast settar í miðja hurð.  Ljósop gönguhurðarinnar er almennt 840 mm breitt en getur líka verið 900 mm, þröskuldurinn er ýmist 26 mm hár eða 90 mm.  Hæð hurðanna er frá 1.700-2.600 mm, breytileg eftir hæð fleka sem notaðir eru í hurðina.  Gönguhurðirnar eru settar í karm úr rafbrynjuðu (anodized) áli, þær eru með læstri skrá og pumpu.

Nauðsynlegt er að hafa í huga að við það að setja gönguhurð í stóra hurð minnkar verulega veðurþol hurðarinnar.  Flekarnir sem gönguhurðin kemur í eru teknir í þrjá hluta og þar er ekki hægt að hafa vindstífur.

An industrial door with a windows and a door

Margskonar aukabúnaður er fáanlegur með iðnaðarhurðum frá Krispol til að auka þægindi og öryggi og einnig til að stýra aðgangi.

Margar gerðir fjarstýringa og þráðlausra móttakara eru fáanlegar, allt upp í 12 rása fjarstýringar þar sem ein fjarstýring nýtist fyrir margar hurðir, einnig er fáanlegur búnaður til að tengja hurðaropnarann við snjallsíma.

Öryggisbúnaður til að tryggja persónuöryggi er til í ýmsum útgáfum.  Aðvörunarljós, umferðarljós og flautur segja til um stöðu hurðarinnar, fótósellur og hreyfiskynjarar geta stöðvað hana þannig að hún loki ekki á manneskju eða hlut sem er í dyragatinu.

Til að varna umgengni óviðkomandi er einnig til margskonar búnaður.  Hnappaborð og rofa með lykli má nota til að stjórna aðgangi, einnig er hægt að fá klukkustýringar til að tengja við hurðirnar.  Ennfremur má fá segulnema til að tengja við innbrotavarnarkerfi og aðra aukahluti.  Vinsamlega hafið samband við sölumenn okkar til að fá nánari upplýsingar.

Krispol iðnaðarhurðir - bæklingur á ensku

Krispol iðnaðarhurðir - notendahandbók