Landbúnaðarbyggingar

Landbúnaðarbyggingar úr límtré og yleiningum eru afar hlýlegar og gefa mikinn sveigjanleika. Hér að neðan má sjá dæmi um landbúnaðarbyggingar sem fyrirtækið hefur framleitt á undanförnum árum.

Reiðhallir

Límtré Vírnet framleiðir reiðhallir þar sem helstu byggingaefni eru límtré og yleiningar. Sveigjanleiki límtrés gefur marga skemmtilega möguleika í hönnun bygginganna og hagkvæmnin er mikil m.a. vegna þess hve byggingatíminn er stuttur.

Einnig flytur fyrirtækið inn iðnaðarhurðir frá Lindab sem henta öllum reiðhöllum og í járnsmiðju okkar eru smíðaðar hesthúsainnréttingar.

Gróðurhús

Gróðurhús frá Límtré Vírnet eru góður og hagkvæmur byggingakostur. Límtré sem burðarvirki er hlýlegt og gefur húsinu notalegt yfirbragð. Uppsetning er einstaklega fljótleg og þægileg.

Sperrubogar fyrir gróðurhús eru til á lager. Þeir miðast við hús sem eru 5,6 metra breið og um 2,7 metrar á hæð. Gert er ráð fyrir því að húsin séu klædd með UV-plastdúk. Einnig er hægt að fá bogana sérsmíðaða í öðrum málum eftir þörfum.

Fjárhús

Fjárhús frá Límtré Vírneti eru traustur og hagkvæmur byggingakostur. Þau henta einkar vel við nútíma fjárbúskap þar sem auðvelt er nýta gjafagrindur í húsunum, þær eru einnig framleiddar hjá fyrirtækinu. Hönnun húsanna fer eftir þörfum hvers og eins bónda.

Fjós

Fjós frá Límtré Vírneti eru traustur og hagkvæmur byggingakostur. Þau henta einkar vel við nútíma nautgriparækt þar sem farið er eftir nýjustu stöðlum og reglum varðandi byggingu fjósa. Hönnun fjósanna miðast við þarfir hvers og eins bónda.

Hesthús

Hesthús frá Límtré Vírneti eru góður og hagkvæmur byggingakostur. Burðarvirki úr límtré er hlýlegt og gefur húsinu notalegt yfirbragð. Límtré Vírnet býður einnig sérsmíðaðar hesthúsainnréttingar eftir teikningum viðskiptavina.

Vélageymslur

Vélageymslur frá Límtré Vírneti eru góður og hagkvæmur byggingakostur. Burðarvirki er úr límtré, steinullareiningar mynda skelina og húsinu er síðan lokað með iðnaðarhurðum frá Lindab. Byggingar úr límtré og steinullareiningum eru sérlega hagkvæmur kostur vegna þess hve fljótlegt er að reisa þær.