Krosslímdar timbureiningar

Í samstarfi við timburvinnsluna Derix GmbH í Þýskalandi býður Límtré Vírnet upp á einingar úr KLT. krosslímdu timbri, stundum nefnt CLT, cross laminated timber.

Krosslímdar einingar

Krosslímt timbur(KLT/CLT) er , eins og nafnið gefur til kynna, byggt úr þremur, fimm, sjö eða fleiri (alltaf oddatala) lögum að viði sem lögð erum á víxl og límd saman. Þannig fæst létt en sterkt hráefni sem nota má við margvíslegar aðstæður. Veggir, þök, gólfplötur, lyftu- og stigahús, í íbúðar- eða iðnaðarhúsnæði, inni sem úti. Þær geta þannig leyst af hólmi önnur byggingarefni á einfaldan og árangursríkan hátt og bjóða upp á nýja möguleika bæði hvað varðar burðarþolshönnun og útlit.

Byggingadeild Límtrés Vírnets gerir tilboð í margvísleg verkefniog með þessum nýja valkosti fjölgar möguleikum sem í boði eru hvað varðar efnisval.