Frístundahúsnæði
Frístundahúsnæði úr límtré og yleiningum eru afar hlýleg og gefa mikinn sveigjanleika. Hefur Límtré Vírnet framleitt ýmsar gerðir frístundahúsnæðis eins og fjölnota íþróttahús, sundlaugar, knatthús o.fl. Einnig hefur fyrirtækið flutt inn stálgrindarhús fyrir t.d. stærri knatthús. Dæmi um ýmis frístundahúsnæði má sjá hér að neðan.
Íþróttahús
Íþróttahús frá Límtré Vírnet bjóða upp á spennandi og margbrotna byggingamöguleika þar sem sveigjanleiki er mikill og límtré gefur fallegt og notalegt útlit innanhúss. Á undanförum áratugum hefur fyrirtækið framleitt fjöldann allan af íþróttahúsum.
Knattspyrnuhús
Knattspyrnuhús frá Límtré Vírneti bjóða upp á spennandi byggingamöguleika. Sveigjanleiki er mikill og límtré gefur fallegt og notalegt útlit innanhúss. Fyrirtækið hefur áratuga reynslu bæði í framleiðslu og innflutningi á knatthúsum, þar má nefna sem dæmi knatthúsið Fífuna og fjölnota íþróttahúsið Báruna.
Sundlaugar
Límtré sem burðarvirki í sundlaugar er smekklegur og hagkvæmur byggingakostur. Það skapar hlýlegt andrúmsloft og hentar afar vel í umhverfi þar sem loftraki er hár eins og í sundlaugum.