Atvinnuhúsnæði
Límtré Vírnet framleiðir ýmsar gerðir atvinnuhúsnæðis úr límtré og yleiningum. Hér að neðan má sjá dæmi um atvinnuhúsnæði sem fyrirtækið hefur framleitt og flutt inn.
Iðnaðarhús
Iðnaðarhús frá Límtré Vírnet eru fjölhæfur og hagkvæmur byggingakostur. Límtré Vírnet hefur yfir 30 ára reynslu í framleiðslu á burðarvirki úr límtré sem er framleitt í verksmiðju fyrirtækisins á Flúðum, þeirri einu sinnar tegundar hér á landi. Einnig eru steinullareiningar framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins á Flúðum.
Límtré Vírnet býður einnig upp á stálgrindarhús sem fyrirtækið flytur inn frá Llentab group í Svíþjóð.
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði úr límtré og yleiningum er hagkvæmur kostur. Límtré Vírnet hefur byggt nokkur slík þar sem arkitektúr hefur fengið að njóta sín og byggingar hafa verið hagkvæmar í byggingu sökum þess hversu fljótlegt er að reisa húsin.
Fiskvinnsluhús
Fiskvinnsluhúsnæði frá Límtré Vírneti er fjölhæfur og hagkvæmur byggingakostur. Límtré Vírnet hefur yfir 30 ára reynslu í framleiðslu á burðarvirki úr límtré sem er framleitt í verksmiðju fyrirtækisins á Flúðum en hún er sú eina sinnar tegundar hér á landi. Einnig eru steinullarfylltar yleiningar í húsin framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins á Flúðum.
Límtré Vírnet býður einnig upp á stálgrindarhús sem fyrirtækið flytur inn frá Llentab group í Svíþjóð.
Vélageymslur
Vélageymslur frá Límtré Vírneti eru góður og hagkvæmur byggingakostur. Burðarvirki er úr límtré, steinullareiningar mynda skelina og húsinu er síðan lokað með gluggum og iðnaðarhurðum frá Krispol eða Lindab. Byggingar úr límtré og steinullareiningum eru sérlega hagkvæmur kostur vegna þess hve fljótlegt er að reisa þær.
Gagnaver
Á undanförnum árum hefur Límtré Vírnet framleitt fjöldann allan af gagnaverum sem reist hafa verið víða um landið. Gagnaver úr límtré og steinullareiningum eru sérlega hagkvæmur kostur vegna þess hve fljótlegt er að reisa þau.
Frysti- og kæliklefar
Frystiklefar frá Límtré Vírneti eru einfaldur og þægilegur byggingakostur. Fljótlegt og auðvelt er að setja þá upp, einnig flytur fyrirtækið inn frystiklefahurðir frá Hollandi.
Lítil iðnaðar- og geymslubil
Notkun á límtré og yleiningum í lítil iðnaðar- og geymslubil eins og geymsluskúra er afar hagkvæmur kostur og fljótlegt í uppsetningu. Steinullareiningar hafa gott burðarþol, háa brunamótstöðu og gott hljóðeinangrunargildi.