Bárujárn er framleitt í verksmiðju Límtré Vírnet í Borgarnesi. Bárujárnið kallast sinus 18, sem þýðir að hæðin á báruplötunni er 18mm. Sinusbáruna er bæði hægt að nota til klæðningar á loft og veggi. Hægt er að nota báruplötur bæði sem lárétta og lóðrétta klæðningu þegar klæða skal veggi.

Þegar negla skal þak er mælt með notkun um 12-14 stk. af þaksaum (4,2x60mm) á hvern fermeter. Eins er mælt með 10-12 stk. af nöglum eða skrúfum (4,8x35mm) þegar festa skal bárujárn á veggi.

ATH: Ekki er ráðlagt að nota aluzink á óeinangruð gripahús

Efni Stál
Þykkt 0,4 – 0,5 – 0,6 mm
Tegund Aluzink* – galvaniserað – polyester – plastisol – plexypoly
Málning Polyester, plastisol, plexypoly
  *Ekki er ráðlagt að nota aluzink á óeinangruð gripahús
 
Efni Ál
Þykkt 0,67 – 1,0
Málning PVDF
Klæðn.breidd 990 mm
Notkun Þak- og veggklæðningar

Skoðaðu litaúrvalið eftir efnistegund

 
Polyesterhudad-stal05mm-06mm
 
Plexipolyesterterhudad-stal06mm
 
PVDF-Polyesterhudad-Al07mm

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.

Sjá eiginleika mismunandi stáls