Límtré Vírnet framleiðir allar gerðir af límtrésbitum, bogna, beina, stóra sem smáa. Fjalaþykktir eru 45 mm og eru staðalhæðir margfeldi þar af. Bitarnir eru síðan heflaðir til ef óskað er eftir öðrum hæðum en stöðluðum.  Staðlaðar breiddir eru:

  • 40 mm
  • 50 mm
  • 65 mm
  • 90 mm
  • 115 mm
  • 140 mm
  • 160 mm
  • 185 mm
  • 210 mm.

Aðrar breiddir eru sérframleiddar eftir óskum.  Einnig er hægt að fá gerða fláa á bita, ris, spor í enda, göt eða aðra sérsmíði.

FJALAÞYKKTIR

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.