Síðustu árin hefur sífellt aukist áhuginn á að klæða ytra byrði bygginga með viðhaldsfríu efni.  Límtré Vírnet framleiðir sléttar klæðningar úr lituðu, sléttu áli eftir þörfum og óskum viðskiptavina.  Ýmsar útfærslur og lausnir við klæðningarnar geta verið mismunandi og eru sölumenn okkar ávallt reiðubúnir að aðstoða viðskiptavini til að finna réttu lausnina hverju sinni.  Við flytjum inn álplöturnar og einnig allt efni í undirkerfi, vinkla og veggfestur, múrbolta, skrúfur og leiðara af ýmsum gerðum.

Blikksmiðja okkar hefur sérhæft sig í að forsmíða áfellur eftir máli.  Á byggingarstað er því hægt að festa þær beint á, engin þörf á að klippa eða sníða þær til.  Þetta auðveldar og flýtir fyrir vinnu við klæðningar, einnig verður útlit og árangur betri þar sem fagmenn vinna klæðningarnar í blikksmiðju okkar við bestu aðstæður.  Endilega hafið samband og fáið ráðgjöf og tilboð í ykkar verkefni.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.

Litakort fyrir 2,0/1,0 mm ál