Límtré Vírnet flytur inn eftir sérpöntun stallað þakstál frá Lindab í klassísku þaksteinsmunstri sem kallast Norrviken. Með því að nota Lindab Norrviken þá fæst falleg og skemmtileg lausn á þakklæðningu á sérhverja byggingu, sérstaklega þær sem er ætlað að skera sig úr í útliti. Styrkur og ending Lindab þakstáls er mikill en það er heitgalvaniserað og lakkað með veðurþolnu polyesterlakki og er fáanlegt í mörgum litum.

Mjög auðvelt er að skara plötur saman.  Hægt er að sérpanta hvaða lengd sem er upp að 6 metrum en lágmarkspöntun er 25 lengdarmetrar.

Lindab er með yfir 30 ára reynslu í framleiðslu og sölu þakstáls á Norðurlöndum.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.