Síðustu ár og áratugi hefur orðið mikil þróun í landbúnaði, ekki síst hvað varðar heyskap og fóðrun þar sem hey er að langstærstum hluta verkað í rúllur eða stórbagga.  Límtré Vírnet hefur tekið þátt í þeirri þróun með því að hanna og smíða gjafagrindur til að fóðra bæði sauðfé og stórgripi.  Þær eru til í þrem útfærslum.

Gjafagrind fyrir stórgripi er hringur úr bogavölsuðu álsinkhúðuðu bárujárni í stálgrind.  Hringurinn er í tveim jafnstórum hlutum sem festir eru saman með boltum eða splittum.  Þvermálið er 1,6 m sem passar fyrir rúllur 1,35-1,50 m í þvermál sem eru algengastar.  Einnig er til minni útgáfa, 1,35 m í þvermál sem passar utan um minni rúllur sem algengari eru úr eldri rúlluvélum.

Gjafagrindur fyrir sauðfé eru til í tveim útgáfum, fyrir eina rúllu eða tvær. Þær má eins nota fyrir stórbagga og passa þá að sama skapi fyrir einn eða tvo.  Báðar stærðir eru með hliðum sem renna í brautum að rúllunni eftir því sem ést af henni.  Þeim fylgja einnig slæðigrindur.  Í stærri grindina er hægt að fá þrjár gerðir af göflum, alveg lokaðan gafl eða tvær gerðir af opnanlegum göflum, með gönguhurð eða með heilopnun.  Hægt er að velja grindurnar með hvaða samsetningu af göflum sem er.

Minni grindin er 1,60 x 1,80 m að stærð, sú stærri er 1,50 x 3,66 m.  Samkvæmt reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár (1066/2014) annar minni gjafagrindin 27 kindum í fóðrun en sú stærri 55 kindum.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.