Límtré Vírnet flytur inn Lindab iðnaðarhurðir, hver hurð er sérpöntuð eftir máli og þeim kröfum sem gerðar eru um fylgi- og aukabúnað á hverjum stað. Hægt er að fá þær með gluggum og gönguhurðum allt eftir óskum. Þær fást í mörgum gerðum, úr mismunandi flekum með margskonar eiginleika. Nokkrar útfærslur af brautum eru í boði.

Hurðirnar fást bæði með og án rafmagnsopnara, auk þess hægt að fá ýmsan annan aukabúnað svo sem fjarstýringar, blikkljós o.fl. Hægt er að fá íhluti að hluta eða öllu leyti úr ryðfríu stáli sem tryggir betri endingu í röku eða tærandi umhverfi s.s. í gripahúsum eða fiskvinnsluhúsum.  Hurðirnar eru að sjálfsögðu útbúnar tilskyldum öryggisbúnaði auk klemmuvarnar.

Lindab iðnaðarhurðir eru framleiddar úr umhverfisvænum og endurvinnanlegum efnum, notuð er polystyren einangrun í stað polyurethan. Með því að nota polystyren fæst aukinn styrkur í hurðirnar en auk þess eru þær allar seldar með vindstyrkingum sem miðast við vindálag á hverjum stað. Hægt er að velja um liti í miklu úrval á hurðirnar.  Stálklæddar hurðir eru í átta staðallitum, sex til viðbótar eru vallitir sem fást gegn lágu aukagjaldi. Síðan er hægt að velja flesta aðra liti að eigin vali sem kostar ívið meira.  Álklæddar hurðir eru ýmist ólitaðar eða hvítar (RAL9002), síðan eru þær fáanlegar sérlitaðar.

Límtré Vírnet rekur viðgerðaþjónustu fyrir Lindab hurðirnar, einnig eru flestir varahlutir til á lager.

Lindab hurðirnar henta vel fyrir allt húsnæði þar sem kröfur eru gerðar um gott aðgengi, styrk, öryggi og áreiðanleika, t.d. iðnaðarhús af öllum stærðum, landbúnaðarbyggingar o.fl.

Fagmenn frá Límtré Vírnet sjá um uppsetningu á hurðum og öllum viðbótarbúnaði sé þess óskað.

LDI

Tegund LDI er hefðbundin hurðareining með polystyren einangrun með hömruðu áli eða plastisol húðuðum stálplötum. Hurðin er fáanleg með gluggum, á myndinni er sýnd tegund TT.

LDP

Tegund LDP er úr panorama einingum sem smíðaðar eru úr álprófilum með gluggum eða spjöldum í. Þetta er sérlega vönduð og falleg útfærsla sem hentar vel þar sem miklar kröfur eru gerðar til útlits, t.d. á sýningarsölum bílaumboða.

LDC

Í tegund LDC eru notaðir flekar af tegund LDI og gluggaeiningar, tegund LDP, í sömu hurðina. Þetta gefur möguleika á stórum gluggaflötum í hefðbundnum hurðum.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.

Iðnaðarhurðir - bæklingur

Iðnaðarhurðir - tækniupplýsingar