Iðnaðarhurðir með áratuga reynslu af íslenskum aðstæðum

A divided picture, on the one side there is snowy terrain and inside it's cozy

Ryðfrír og endingargóður búnaður

Lindab iðnaðarhurðirnar hafa staðið af sér íslenskar aðstæður í áratugi, við saltríkar og stormasamar aðstæður þar sem kröfur eru gerðar um gott aðgengi, styrk, öryggi og áreiðanleika. Þær hentar í jafn vel í geymslur og fiskihús, hlöður og verkstæði, hvar þar sem þú vilt geta treyst hurðinni til lengdar. Hægt er að fá íhluti að hluta eða öllu leyti úr ryðfríu stáli sem tryggir betri endingu í röku eða tærandi umhverfi s.s. í fjósum, hesthúsum eða fiskvinnsluhúsum.
A black garage door with a glass door.

Umhverfisvænar og veðurþolnar hurðir

Flekar í Lindab iðnaðarhurðum eru framleiddir úr polystyren einangrun en efnið er bæði umhverfisvænna og sterkara en polyurethan.  Flekarnir þola því mikinn vind og veður en þá er einnig hægt að  fá vindstyrkingu þar sem þörf er á.  Lindab hefur þrifist í íslenskri veðráttu í áratugi.

Litir og aukahlutir í miklu úrvali

Hægt er að fá stálklæddar hurðir í átta staðallitum. Sex val litir er líka í boði gegn lágu aukagjaldi. Þá er einnig hægt að velja flesta aðra liti að eigin vali.  Álklæddar hurðir eru ýmist ólitaðar eða hvítar (RAL9002), en það er hægt að velja sérlit ef þess er óskað. Hægt er að útbúa Lindab Iðnaðarhurðir með gluggum, gönguhurðum, með og án rafmagnsopnara, fjarstýringum, blikkljós o.fl. Hurðirnar eru að sjálfsögðu útbúnar tilskyldum öryggisbúnaði auk klemmuvarnar.
An electrician fixes an outlet

Kynntu þér uppsetningar og viðhaldsþjónustu

Uppsetningarþjónusta frá Límtré Vírnet tryggir að hurðirnar séu rétt upp settar sem takmarkar skrölt og annað ónæði og eykur þar með endingu hurðarinnar, jafnvel þar sem mikið mæðir á.  Einnig er boði viðhaldsþjónusta og þjónustu samningar sem starfsmenn frá Límtré Vírneti koma árlega og smyrja og stilla hurðina ásamt því að skoða ástand búnaðar.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.

Iðnaðarhurðir - bæklingur

Iðnaðarhurðir - tækniupplýsingar