Bílskúrshurðir frá Lindab í Danmörku eru sérpantaðar og framleiddar eftir máli hverju sinni. Hurðarflekar eru 600mm háir en neðsti hurðafleki er lækkaður til að hurðin passi. Hurðarflekarnir eru 46mm þykkir og fylltir með harðpressuðu polystyren sem tryggir góða einangrun.

Fleiri kostir þess að nota harðpressað polystyren eru:

  • Viðloðun stálplötu við harðpressað polystyren er tvöfalt betri en við polyurethan.
  • Vatnsdrægni harðpressaðs polystyrens er eingöngu 1/6 af vatnsdrægni polyurethans.
  • Styrkur harðpressaðs polystyrens er töluvert meiri en polyurethans.

Val er á milli þriggja staðallita sem eru hvítur, brúnn og grár. Að auki er hægt að sérpanta 10 aðra liti gegn vægu aukagjaldi. Sjá má litavalið undir tenglinum Innblástur – Lindab bílskúrshurðir hér að neðan.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.

Innblástur - Lindab bílskúrshurðir

Uppsetning Lindab bílskúrshurða