Límtré Vírnet framleiðir vandaðar og fallegar bílskúrshurðir sem eru hannaðar með öryggi og endingu í huga. Hurðirnar eru sérsniðnar fyrir flestar gerðir bílskúra, fyrir dyragöt upp í 3,3 m á breidd og 2,75 m á hæð.  Ef þörf er á stærri hurðum bjóðum við einnig upp á iðnaðarhurðir frá Lindab.

Viðskiptavinir geta valið um sléttar hurðir eða með fulningum, báðar gerðir eru með viðaræðaáferð. Staðallitur er hvítur (RAL 9010) en gegn vægu gjaldi er úrval annarra lita í boði. Hægt er að fá glugga setta í hurðirnar, ýmist einfalda eða með skreytingum, ennfremur eru í boði aukahlutir á borð við bílskúrshurðaopnara, vindstífingar o.fl. Allar hurðir eru með klemmuvörn sem hindrar að hægt sé að klemma fingur milli flekanna.

Afgreiðslutími bílskúrshurða frá Límtré Vírneti er almennt 3-10 virkir dagar, allt eftir umfangi hverrar hurðar. Íslenskar leiðbeiningar fylgja og á að vera á færi flestra að setja þær upp ef rétt verkfæri eru við höndina.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.

KLEMMUVÖRN

Hurðirnar eru hannaðar með öryggi í huga. Þær eru með svokallaðri klemmuvörn sem hindrar að hægt sé að klemma sig milli flekanna.

Fulningahurð

Slétt hurð

Standard gluggi

Stockton gluggi

Sunray gluggi

Waterford gluggi

Leiðbeiningar um uppsetingu bílskúrshurða

Bílskúrhurðir | Bæklingur

Pantanaeyðublað