Límtré Vírnet hefur áralanga reynslu í framleiðslu á spenna- og dæluskýlum fyrir rafveitur, hitaveitur o.fl. Þau eru smíðuð í stöðluðum stærðum 1,30 x 1,10 m, 1,60 x 2,60 m og 1,70 x 1,70 m en einnig er hægt að fá skýlin sérsmíðuð í öðrum stærðum.  Hægt er að velja á milli þess að fá þau með eða án hurðar.

Einkum hafa þessi skýli verið notuð af rafveitum og hitaveitum um allt land yfir spenna og borholudælur en einnig hafa þau verið vinsæl sem garðskúrar og geymslur, t.d. fyrir garðáhöldin.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.