Límtré Vírnet býður upp á bogavölsun á stáli og áli.

Bogavölsun

Bogavölsun á bárustáli og -áli hefur síðustu árin rutt sér til rúms sem nýr valkostur og hafa hönnuðir og arkitektar nýtt sér hana í síauknum mæli. Áður en bogavalsað er þurfa eftirfarandi upplýsingar að liggja fyrir:

  • Þykkt efnis (ekki er hægt að bogavalsa efni undir 0,6 mm að þykkt)
  • Plötulengd (hámarks plötulengd er 6 metrar)
  • Radíus völsunar

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.