Steinullareiningarnar okkar eru komnar í gagnagrunn Svansins – Hvað þýðir það?

Innleiðing Svansvottunar í íslenskum byggingariðnaði hefur á undanförnum árum orðið sífellt markvissari. Opinberir aðilar setja æ oftar fram kröfur um að nýjar byggingar og endurbætur beri viðurkenndar umhverfisvottanir. Svansvottunin er þar í lykilhlutverki, enda vottun sem byggir á ströngum kröfum um umhverfisáhrif, innivist, efnisnotkun og gæðastjórnun.Til að bygging teljist svansvottuð þarf auðvitað að nota byggingarefni sem uppfyllirskilyrði Svansvottunar.

Steinullareiningar frá Límtré Vírnet hafa nú verið samþykktar í nýjan gagnagrunn Svansins, SCDP (e.Supply Chain Declaration Portal), sem staðfestir að þær uppfylli kröfur vottunarinnar í öllum útgáfum Svansins í nýbyggingar, viðhald og breytingar. Þetta veitir verkfræðingum, arkitektum og öðrum aðilum sem vinna að Svansvottuðum byggingum skýra heimild til að nota einingarnar í sínum verkefnum – án frekari sérvinnslu eða vesens.

Hvað er Svansvottun?

Svansvottun er opinber norræn umhverfisvottun sem setur heildrænar kröfur til byggingarverkefna. Vottunin tekur til allrar virðiskeðjunnar – frá vali á byggingarefnum og hönnun, til framkvæmda og rekstrar bygginga.

Markmið Svansvottunar eru meðal annars:

  • Að lágmarka heildarumhverfisáhrif bygginga á lífsferli þeirra
  • Að tryggja góða innivist með áherslu á loftgæði, dagsbirtu og rakavarnir
  • Að styðja við val á efnum sem eru vottað umhverfislega og með rekjanlega uppruna
  • Að draga úr úrgangi og hvetja til hringrásarlausna
  • Að tryggja að byggingaframkvæmdir fari fram með skýra gæðastjórnun

Hvað þýðir það að vera í SCDP gagnagrunni?

SCDP gagnagrunnurinn (Supply Chain Declaration Portal) er vefgátt þar sem framleiðendur og birgjar skrá byggingarefni sem uppfylla kröfur Svansvottunar.

Það að byggingarefni sé skráð í SCDP gagnagrunninn þýðir:

  • Að varan hafi verið metin samkvæmt skýrum viðmiðum vottunar og uppfyllir settar kröfur
  • Að efnið megi nota í Svansvottaðar byggingar án þess að sækja þurfi um sérstakar undanþágur
  • Að allar helstu upplýsingar um efnasamsetningu, uppruna og umhverfisáhrif séu skráðar og aðgengilegar vottunaraðilum
  • Að þeir sem vinna að hönnun og framkvæmdum geta auðveldlega vísað í gagnagrunnin til að fá svansvottun fyrir bygginguna.
Svona lítur bókunin út í gagnagrunninum.

Með skráningu Steinullareininganna í SCDP hefur orðið formleg staðfesting á nothæfi þeirra í vottuðum verkefnum – sem einfaldar og hraðar bæði hönnunar- og samþykkisferlum.

Má þá nota steinullareiningar frá Límtré Vírnet í svansvottaðar byggingar?

Í stuttu máli: Já.

Þegar svansvottaðar byggingar eru byggðar er ein af mikilvægustu kröfunum að byggingarefnin séu í samræmi við vottunina. Nú eru steinullareiningarnar skráðar í SCDP gagnagrunninn og eru þá tilbúnar til notkunar í slíkum verkefnum. Þetta einfaldar allt ferli við að nota einingarnar í slíkum verkefnum. Nú þarf aðeins að finna steinullareiningar frá Límtré Vírnet í gagnagrunninum og vísa í bókunina. Þetta getur haft mikil áhrif á opinberar byggingar sem margar hverjar krefjast svansvottunar, sem og önnur byggingarverkefni sem sem eru unnin í samræmi við viðmið svansins.

Skiptir þetta máli?

Fyrir okkur og fyrir þá aðila sem eru að byggja svansvottaðar byggingar, algerlega. Auk þess er samþykkt steinullareininganna okkar í SCDP gagnagrunn Svansins hluti af vegferð fyrirtækisins til að auðvelda þeim aðilum sem byggja úr byggingarvörunum okkar að uppfylla allar þær kröfur sem verkefnin þurfa að uppfylla.

Hvort sem um er að ræða EPD blöð fyrir steinullareiningar og límtré eða auðveld leit í gagnagrunni, þá viljum við gera þér auðvelt að byggja úr hráefni frá okkur.

FréttirUncategorized

Written by

kristjan

Published on

30. júní, 2025