Klæðningar, sléttplötuklæðningar

Sléttplötuklæðning er ávalt unnin úr 2mm áli og bíður Límtré Vírnet upp á 14 mismunandi liti. Plöturnar koma í stærðinni 1500x3000mm. Fyrirtækið býður ekki einungis upp á 2mm ál heldur getur viðskiptavinurinn einnig fengið það klippt niður og beygt eftir þörfum hverju sinni. Algengast er að hnoða sléttar plötur á álundirkerfi en einnig er hægt að notast við skrúfur. Límtré Vírnet býður einnig viðskiptavinum sínum upp á alla sérvinnslu á áfellum sem þarf í verkið ásamt undirkerfi, hnoðum, múrboltum o.s.frv.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.