Panell

Límtré Vírnet framleiðir utanhússklæðningar úr álpanel, efnisþykktin er ýmist 1,0 eða 2,0 mm. Hægt er að fá panelinn í lengdum eftir máli, þó ekki lengri en 3 metra í 2mm panel á meðan 1mm panell getur orðið allt að 4 metrar. Bæði er hægt að fá panelinn með sýnilegum festingum eða blindfestingumd. Panellinn er smekklegur í útliti og skemmtileg viðbót við flóru utanhússklæðninga sem í boði eru hjá fyrirtækinu.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.