Nýjir möguleikar í beygingum

Hjá Límtré Vírnet erum við alltaf á höttunum eftir nýrri tækni sem gerir okkur kleift að skapa betri lausnir og þjónustu. Eftir að við fjárfestum í Evobend-vélinni okkar hafa nýir og spennandi möguleikar opnast á sviði beyginga. Evobend er glæný beygjuvél sem gerir okkur kleift að framleiða betur og ná nýjum hæðum í nákvæmni og skilvirkni.

Skilvirkni

Þegar kemur að því að framleiða klæðningar á heil fjölbýlishús er nauðsynlegt að geta framleitt bæði í magni og af nákvæmni.
Evobend er mun skilvirkari en hefðbundnar beygjuvélar þar sem hún er einfaldlega mötuð þeim málmi sem á að beygja og vélin sér um allt ferlið í framhaldi, hraðar en mögulegt hefur verið hingað til.
Þannig tekst okkur núna að klára flóknari pantanir með meiri vissu um gæði og nákvæmni, þar sem við getum framleitt hluti eins og flibahorn og T-lista sjálfkrafa, en Evobend er eina vélin í heiminum sem getur gert það.

Nákvæmni

Klæðningar og áfellur verða að vera réttar upp á millimeter. Evobend tryggir að hver beygja sé rétt upp á millimeter. Þessi mikla nákvæmni gerir okkur kleift að búa til form sem falla inn í hvort annað og skorðast sjálfkrafa.
Á myndbandinu hér við hliðina sjáum við einmitt slíkt form þar sem klæðningin leggst spísslaga ofan í formið og skarast því á náttúrulegan máta við sjálfa sig.
Þetta gerir uppsetningu einfaldari og þægilegri ásamt því að mögulega auka líftíma klæðningarinnar.

Stöðug gæði

Virkni vélarinnar tryggir skilvirkari framleiðslu og stöðug gæði þar sem bæði áfellur og klæðning verða alltaf eins, með vikmörk upp á 0,1 millimeter.
Hefðbundnar beygjuvélar geta skilið eftir sig ummerki eða smávægilegar skekkjur, sérstaklega við flóknar beygjur eða á fíngerðum yfirborðum en Evobend tryggir nákvæma beygju án þess að valda skaða á efninu.
Gæðin verða þannig meiri og stöðugri, þar sem hver einasta hreyfing er undir stjórn blikksmiða sem móta hvert verk að aðstæðum hverju sinni.

En hvað þýðir þetta eiginlega?

Nóg af fallegum orðum um vélina. Hvað með gallharðar tölur um vinnslumöguleika?

  • Hámarkslengd efnis: 60000mm
  • Hámarksbreidd: 1230mm
  • Hámarksþykkt stáls: 1.25mm
  • Hámarksþykkt áls: 1.5mm
  • Minnstu beygjuskilyrði: Tvöföld þykkt efnis

Nýjungar í vöruúrvali

Þökk sé vélinni verða nýjar lausnir mögulegar og eldri lausnir auðveldari. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar útfærslur vörur sem annaðhvort voru ekki mögulegar eða höfðu verið mun flóknari í framkvæmd áður.

Vilt þú kynna þér möguleika Evobend betur?

FréttirFréttir

Written by

kristjan

Published on

30. ágúst, 2024