Nýjar lausnir fyrir klæðningar frá Rothoblaas

Límtré Vírnet hefur tekið inn sérhæfða öndunardúka og límbönd frá Rothoblaas sem hluti af heildstæðri lausn fyrir þéttingu og frágang. Rothoblaas hefur sett sér það markmið að veita byggingaraðilum og fagfólki bestu fáanlegu tæknina til að tryggja endingu og gæði í byggingum. Öndunardúkar frá Rothoblaas eru sérstaklega hannaðir undir hvort sem um er að ræða þak eða veggklæðningar, og uppfylla ströngustu kröfur. Með þessum lausnum er hægt að tryggja betri endingu og faglegri frágang.
Dúkar: Sterk undirstaða fyrir klæðningar
Dúkalínan frá Rothoblaas inniheldur TRASPIR EVO UV 115, TRASPIR 150 og TRASPIR 200, en hver þeirra er hannaður til að mæta mismunandi þörfum. Allir dúkarnir eru hannaðir til að veita góða vatnsvörn en á sama tíma tryggja loftræstingu undirborðsins sem þeir eru lagðir á.
- TRASPIR EVO UV 115 er sérhannaður, léttur og sveigjanlegur dúkur með framúrskarandi UV-þoli. Hann er sérstaklega þróaður fyrir byggingar þar sem samskeyti í klæðningu eru opin allt að 30 mm og allt að 20% af heildaryfirborðinu er óvarið.
Hann veitir hámarksvernd gegn vatni, vindi og útfjólubláum geislum með háþróaðri uppbyggingu og sterku pólýprópýlen yfirborði sem eykur endingu.
Dúkurinn uppfyllir strangar kröfur um brunavörn og hefur lága reykmyndun. Þetta gerir hann að tilvalinni lausn fyrir fjölbreytt byggingarverkefni þar sem eldvarnir skipta máli.


- TRASPIR 150 Sveigjanlegur og slitsterkur dúkur með mikla vatnsheldni. Notast helst við veggi en er einnig hægt að nota á lektuð þök. Hefur innbyggð límbönd fyrir þétta og einfalda uppsetningu.
- TRASPIR 200 Mjög slitþolinn og hentar vel fyrir svæði með miklum veðrabreytingum. Er sérstaklega ætlaður fyrir lektuð þök og hefur innbyggð límbönd fyrir þétta og einfalda uppsetningu.
Límbönd: Sveigjanleiki og sérhæfing
Límböndin frá Rothoblaas eru hönnuð til að vinna með TRASPIR-dúkunum og auka loft- og vatnsþéttingu. Límböndin auka ekki aðeins virkni dúkanna heldur tryggja þau langvarandi vörn gegn vatni og veðri.
- SMART BAND: Margnota límband sem er auðvelt í notkun vegna sérstaks hlífðarlags. Sérstaklega gott fyrir glugga- og dyraþéttingu. Límbandið er fáanlegt í mismunandi breiddum, allt að 300 mm.
- FLEXI BAND er sérlega gott á ójöfn, rykug eða rök yfirborð, jafnvel við kaldar aðstæður. Sérlega hentugt fyrir samskeyti á TRASPIR 150 og 200 dúkum. Límbandið er fáanlegt í mismunandi breiddum, allt að 150 mm. Mjög kuldaþolið og vottað af Passive House Institute.
- SPEEDY BAND Hröð og einföld lausn án hlífðarlags, með sagtenntum brúnum fyrir auðvelda klippingu.


- FACADE BAND Sérstaklega hannað til notkunar með UV-dúkum eins og TRASPIR EVO UV 115. Límbandið hefur sterka vörn gegn útfjólubláum geislum. ngu.
- NAIL PLASTER GEMINI: Límband sem tryggir vatnsheldni í kringum festingar eins og naglagöt og skrúfur. Mjög teygjanlegt og viðheldur virkni við hitabreytingar (-30 °C til +90 °C). Fullkomið til að nota með TRASPIR-dúkum til að festa loftunarlista.
Heildstæð lausn fyrir faglega uppsetningu
Með því að nota dúka og límbönd frá Rothoblaas færðu lausn sem vinnur sem ein heild. Dúkarnir mynda sterka grunnvörn, á meðan límböndin sjá um að þétta samskeyti og festingar með hámarks öryggi. Saman tryggja þessar vörur að klæðningar haldist traustar og vatnsheldar í krefjandi aðstæðum.
Þetta úrval er kjörið fyrir þá sem vilja faglegan frágang, aukna endingu og einfaldari vinnuferla.