Í haust breytast leikreglur á byggingamarkaði.  Límtré Vírnet er tilbúið.

Frá og með 1. september 2025 taka í gildi nýjar reglur á Íslandi sem krefjast þess að allar nýbyggingar fari í gegnum lífsferilsgreiningu (LCA – Life Cycle Assessment). Þetta er ný krafa sem er hluti af reglugerð samþykkt 2024 og er markmið hennar að stuðla að vitund um umhverfisáhrif mannvirkja og bygginga, og í kjölfarið lækka kolefnisspor þeirra.
Við hjá Límtré Vírnet höfum unnið um langt skeið markvist að því að undirbúa okkur fyrir að vera meðal fyrstu framleiðanda á Íslandi með EPD-blöð (Umhverfisyfirlýsingu vöru) fyrir helstu byggingarefni sem við framleiðum.
Umhverfisyfirlýsing fyrir vöru er mat á umhverfisáhrifum byggingarvöru og nýtast niðurstöður úr slíkum yfirlýsingum í lífsferilsgreiningar fyrir byggingar.

 Í þessi ferli höfum við unnið náið með VERKVIST verkfræðistofu sem hefur unnið að og gefið út umhverfisyfirlýsingar með okkur. Þekking þeirra og faglega nálgun hefur skipt sköpum við að tryggja að útreikningarnir og gögnin séu bæði nákvæm og í samræmi við alla helstu staðla. Umhverfisyfirlýsingarnar hafa síðan verið vottaðar af óháðum þriðja aðila.

Hvað gerist 1. september?

Þann dag taka gildi nýjar reglur sem gera lífsferilsgreiningu að skyldu í byggingarleyfisferlinu. Þetta á við um öll ný mannvirki í svokölluðum umfangsflokkum 2 og 3 – þ.e. flest fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði og stærri byggingar.

Lífsferilsgreiningar verða þá lögbundinn hluti af hönnunarferlinu. Greining á að fylgja hönnunargögnum sem lögð eru fram við umsókn um byggingarleyfi.Lífsferilsgreining er útreikningur á heildar umhverfisáhrifum byggingar – frá framleiðslu efna til niðurrifs – og er mæld sem kolefnisspor í kg CO₂ á fermetra.

 

 Hvað fela nýju reglurnar í sér?

Lögin gera ráð fyrir því að hægt sé að meta og bera saman byggingarkosti út frá umhverfisáhrifum. Til að það sé hægt þurfa allar upplýsingar að vera skýrar, staðfestar af þriðja aðila og samanburðarhæfar. Umhverfisyfirlýsingar gegna því hlutverki að veita skjalfestar upplýsingar um umhverfisáhrif vöru yfir líftíma; um hráefni, framleiðsluferli og orkunotkun, reiknaðar samkvæmt stöðluðum aðferðum.

  • Til að fylgja reglunum í þaula þarf að:
  • Hafa gögn sem ná yfir öll megináhrif frá efnisframleiðslu til notkunar.
  • Taka tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda og orkunotkunar.
  • Byggja greiningu á gögnum frá framleiðendum efna.
  •  Skila greiningu tvisvar: við hönnun og aftur við verklok
  •  Gögnin eru send til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem heldur utan um ferlið
EPD blöð eru til fyrir límtré og steinullareiningar.

Ef ekki er skilað réttum gögnum, fær byggingin hvorki leyfi né samþykki.Hönnuðir og framkvæmdaaðilar þurfa að velja byggingarefni sem fylgja staðfestum gögnum um umhverfisáhrif, EPD-blöð. Ef slík gögn liggja ekki fyrir, þarf að notast við meðaltalsgögn sem endurspegla íslenskan byggingarmarkað og bæta við 25% álagi, sem getur haft neikvæð áhrif á niðurstöður lífsferilsgreiningarinnar.Því nákvæmari gögn – því betri greining.

Hvaða gögn þarf fyrir Límtré, yleiningar og klæðningar?

Við hjá Límtré Vírnet höfum lagst í talsverða rannsóknarvinnu til að undirbúa öll gögn fyrir þá sem vinna með okkar vörur. Þetta eru helstu upplýsingar:

Efni Staða umhverfisyfirlýsinga (EPD)
Límtré  EPD tilbúin, vottað og í gildi
Steinullareiningar  EPD tilbúin, vottað og í gildi
Klæðningar úr áli  EPD í vinnslu – kemur fljótlega
Klæðningar úr stáli  EPD í vinnslu – kemur fljótlega

Hvað með Svansvottun og BREEAM?

Við vinnum samhliða að því að tryggja þar sem möguleiki er á að byggingarefni frá Límtré Vírnet uppfylli viðmið Svansins og BREEAM-vottunar. Gögnin sem við veitum eru samhæf við þessi vottunarkerfi og henta fyrir hönnuði og verkefni sem sækjast eftir opinberri umhverfisvottun.

Okkar markmið er að allar vörur uppfylli viðmiðs Svansins og BREEAM í nálægri framtíði.

Markmið okkar:

  • Að gögn séu auðvelt að nálgast og nota.
  • Að styðja við vistvæn byggingarverkefni með skjalfestu efnisvali.
  • Að styðja við viðskiptavini í gegnum nýtt regluumhverfi.

Hafðu samband

Við höfum þau gögn sem þarf – og þekkingu til að leiðbeina þér í gegnum ferlið. Ef þú ert að vinna að verkefni sem krefst lífsferilsgreiningar eða vilt tryggja samræmi við nýjar reglur, þá erum við tilbúin til að styðja þig.

Hafðu samband við okkur og fáðu skjalfest gögn og faglega ráðgjöf.

FréttirUncategorized

Written by

kristjan

Published on

13. maí, 2025