Verslunar- og skrifstofuhúsnæði úr límtré og yleiningum er hagkvæmur kostur. Límtré Vírnet hefur byggt nokkur slík þar sem arkitektúr hefur fengið að njóta sín og byggingar hafa verið hagkvæmar í byggingu sökum þess hversu fljótlegt er að reisa húsin.

Í myndasafni hér að neðan eru sýnd dæmi um verslunar- og skrifstofubyggingar sem Límtré Vírnet hefur byggt á undanförnum árum.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.