Fiskvinnsluhús

Fiskvinnsluhúsnæði frá Límtré Vírneti er fjölhæfur og hagkvæmur byggingakostur. Límtré Vírnet hefur yfir 30 ára reynslu í framleiðslu á burðarvirki úr límtré sem er framleitt í verksmiðju fyrirtækisins á Flúðum en hún er sú eina sinnar tegundar hér á landi. Einnig eru steinullarfylltar yleiningar í húsin framleiddar í nýrri verksmiðju fyrirtækisins á Flúðum.
Límtré Vírnet býður einnig upp á burðarvirki úr stáli sem fyrirtækið flytur inn frá Llentab group í Svíþjóð.

Límtréshús
Fjölbreytnin sem límtré býður upp á er mikil og sem burðarvirki er límtré hlýlegur og góður kostur og gefur húsinu notalegt yfirbragð. Einnig er uppsetning fljótleg og þægileg, sem skilar sér í minni kostnaði.

Stálgrindarhús
Límtré Vírnet hefur flutt in stálgrindarhús í mörgum stærðum og gerðum um áratugaskeið með góðum árangri. Sálgrindarhús bjóða upp á mikla fjölbreytni og eru fljótleg og þægileg í uppsetningu, sem skilar sér í lægri byggingarkostnaði.

Í myndasafni eru sýnd dæmi um byggingar sem Límtré Vírnet hefur byggt og undir vöruskrá hér að ofan er fjallað um burðarvirki, klæðningar, hurðir og aðrar vörur sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.