Einingahús, raðhús

Límtré Vírnet bíður nú upp á einbýlis-, par- eða raðhús í samvinnu við arkitektana Hjördísi og Dennis. Húsin eru tveggja til fimm herbergja eftir þörfum hvers og eins.

Við hönnun húsanna var lögð áhersla á notkun vistvænna efna og að húsin yrðu framleidd í sátt við umhverfið eins og kostur er, með sjálfbærni að leiðarljósi. Áhersla var einnig lögð á að húsin yrðu framleidd hér á landi þar sem einingar yrðu fluttar á byggingastað og byggingatími því eins skammur og auðið er. Húsin eru framleidd úr límtré og yleiningum í verksmiðju Límtré Vírnet á Flúðum og klædd að utan með bárustáli eða áli og tréklæðningu.

Fleiri lausnir og útfærslur á íbúðarhúsnæði frá Límtré Vírnet eru í þróun og vonast fyrirtækið til þess að geta boðið fleiri valmöguleika á næstunni. Nánari upplýsingar verða settar inn á heimasíðu fyrirtækisins um leið og þeirri vinnu er lokið.

Í myndasafni sem má sá hér að neðan má sjá tölvugerðar útlitsmyndir húsanna.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.

Nánari upplýsingar má einnig fá hjá hönnuðum húsanna Hjördísi og Dennis.